Tiltektir…

Síðustu tvö vinnukvöld (mánudagskvöld) hafa farið í tiltekt á neðri hæðinni í Guðmundarbúð.

Til stendur að taka almennilega til í draslinu sem er/var þar og koma almennilegu skipulagi á verkfæri, varahluti og annað sem er þar. Ætlunin er síðan að læsa “lager” geymslunni svo að hún fyllist ekki jafn óðum aftur.
Lágmarks verkfæri verða á veggnum fyrir ofan vinnuborðið, en ef menn þurfa nauðsinlega að nota önnur verkfæri eða búnað VERÐUR AÐ FÁ LEYFI til þess.
Sama gildir um búnaðar geymsluna á efri hæðinni, henni hefur endanlega verið læst. Þ.e. nú er ekki lengur hægt að skríða undir hurðina og stela búnaði eins og borið hefur á.
Á hurðinni er listi yfir þá sem eru með lykla af búnaðar geymslunni, svo að ef menn þurfa að nota þann búnað sem er þar, verða menn að hringja og láta opna fyrir sig, FÁ LEYFI!
Á hurðinni er einnig lykill sem er eingöngu ætlaður í neyðartilfellum/útköllum.
Þessar reglur gilda um allan búnað og tæki sem til eru, báta, bíla o.fl.
Fyrir utan útköll þarf að fá leyfi viðkomandi hópstjóra til notkunar á búnaði/tækjum.
Þetta gildir um alla félaga Björgunarfélags Ísafjarðar og er til þess að hópstjórarnir viti af hverri notkun fyrir sig og geti yfirfarið búnaðinn/tækin eftir notkun svo að þau verði ávallt útkallshæf.
Mannskapurinn skal samt sem áður skila öllum búnaði og tækjum í útkallshæfu ástandi og ganga snirtilega frá eftir sig.
Ef að þetta ber ekki árangur þýðir það að öllum búnaði og tækjum verður læst!
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.