Umsjónamannafundurinn afstaðinn

Um síðastliðnu helgi var haldinn hinn árlegi fundur umsjónamanna unglingadeilda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.  Að venju var fundurinn haldinn á Gufuskáum og líkt og í fyrra var met þátttaka, þó vantaði umsjónamenn frá nokkrum unglingadeildum en samtals mættu u.þ.b. 65 manns.

Reynt var að fá utanað komandi fyrirlesara en því miður gekk það ekki nógu vel.  Samt sem áður var fundurinn haldinn með nokkuð eðlilegu sniði.  Skipt var niður í umræðuhópa og ýmis málefni rædd sem koma að unglingadeildum.  Upphófust miklar umræður þegar niðurstöður umræðuhópanna voru kynntar m.a. um fatamál unglingadeilda, en að lokum komust menn að niðurstöðu um málefnin sem síðan verða send til stjórnar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Einnig var flutt samantekt frá landshlutamóti Suðurlands sem haldið var síðastliðið sumar í Vestmannaeyjum.  Og að lokum var svo haldin stutt kynning á næsta landsmóti unglingadeilda sem verður haldið n.k. sumar á Dalvík.

Umsjónarmenn unglingadeildarinnar Hafstjörnunnar voru meðal þeirra sem létu sjá sig á fundinum og má með sanni segja að allir hafi komið sáttir heim og einhverju nær um unglingamál Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

This entry was posted in Almennt, Unglingadeildin. Bookmark the permalink.

Comments are closed.