Unglingadeildarstarfið hefst!

Jæja, nú er unglingadeildarstarfið hafið að nýju.

Fundir á hverjum fimmtudegi kl 20:00. Skylda er að mæta VEL klæddur (gallabuxur eru á algjörum bannlista) og hafa síma á silent eða geyma þá heima.

Nýliðadagurinn var síðasta sunnudag og gekk hann framar vonum þrátt fyrir vonskuveður. Það mættu 20 nýliðar sem er frábær mæting sem við ætlum að halda í í vetur með skemmtilegri og lærdómsríkri dagskrá!  Ég hvet alla 13-18 ára að mæta á fundina og reyna að ná sem flestum með, veturinn verður góður 🙂
Við stefnum á nýliðaútilegu síðustu helgina í október – staðsetning auglýst síðar!!

Hlakka til að sjá sem flesta!! 🙂

This entry was posted in Almennt, Unglingadeildin. Bookmark the permalink.

Comments are closed.