Útilegan -smá breyting

Nú hefur verið ákveðið að hætta við útileguna á Sandeyri sem stóð til að fara í um helgina.  Ástæða þess er sú að skráning í útileguna barst umsjónarmönnum seint og illa og voru það ekki nema tveir sem skráðu sig á réttum tíma.

Í staðinn kom upp hugmynd um að færa útileguna einhvert annað en með tilliti til veðurspár var tekin endanleg ákvörðun um að hætta við útileguna.

Í staðinn var ákveðið að halda “innilegu” í Guðmundarbúð frá föstudagskvöldi og fram á laugardag.  Húsið opnar kl. 19 og er fyrirhugað að grilla saman um kvöldið.  Kveikt verður upp í grillinu kl. 20.  Engin dagskrá er skipulögð svo að ykkur er svo til frjálst að gera það sem ykkur sýnist (innan ákveðinna marka).  Svefntími verður heldur ekki auglýstur en eitt er þó víst að farið verður að sofa á skikkanlegum tíma.  Innilegunni ætti svo að vera lokið fyrri part dags- eða um miðjan dag á laugardeginum, eftir frágang o.þ.h.

Ef að tímasetningin hentar illa þá skal það tekið fram að það er ekki skyldumæting kl. 19. Ef þið viljið ná grillinu heitu þá má reikna með að það verði mjög heitt kl. 20:30 en annars er öllum frjálst að mæta fyrir kl. 23 á morgun/föstudag.

Vinsamlegast athugið að allir meðlimir deildarinnar eru velkomnir, skráningin í útileguna gildir ekki, þeir mæta sem vilja.

Það sem nauðsinlegt er að hafa með; svefnpoka/sæng, allan mat nema eina grillmáltíð, ekki of mikið af nammi.

Það sem má hafa með en er ekki nauðsinlegt; tónlist, DVD myndir, spil, tölvur og/eða annað afþreyingarbúnað.

Það sem bannað er að hafa með; áfengi, tóbak og/eða önnur vímuvaldandi efni.

Taka skal fram að unglingadeildin Hafstjarnan ber ekki ábyrgð á einstaklingsbúnaði!

Þeir sem ætla að gista þurfa að skila leyfisbréfi við mætingu, annars verða þeir sendir heim! (Leyfisbréfið fyrir útileguna gildir fyrir þennan viðburð).

This entry was posted in Unglingadeildin. Bookmark the permalink.

Comments are closed.