"Útkall"

Um kl. 19 í gærkvöldi var björgunarskipið Gunnar Friðriksson kallað út, til þess að sækja 15 spánverja í Hornvík.
Spánverjarnir voru hluti af 40-50 manna göngu hópi sem hafði lagt af stað kvöldið áður frá Veiðileysufirði. Gangan var hluti af stóru skátamóti sem er haldið hér á landi. Skátunum var skipt niður í hópa og dreift um landið eftir getu.
Þessi hópur var einfaldlega ekki nógu vel búin fyrir svona göngu og voru þau því sótt. Verða þau síðan send annað í auðveldari göngu leið.

Ferðin gekk í alla staði mjög vel og ekki spillti veðrið fyrir, því blíða var alla leið og fremur hægur sjór. Komið var til baka um kl. 03:00 í nótt.

This entry was posted in Útköll. Bookmark the permalink.

One Response to "Útkall"

  1. Þröstur Þórisson says:

    Hér sannast það enn og aftur, eins og ég hef alltaf sagt: Við erum "hjálparsveit skáta"

    He he he…

    Vonandi eru þau samt sem áður sátt við þessa landkynningu.