Útkall-F2 gulur!

Klukkan 17:07 í gær kallaði lögreglan okkur út vegna tveggja báta sem voru að sökkva í höfninni á Ísafirði. Útkallstíminn var að venju mjög stuttur og innan skamms voru u.þ.b. 15 manns mættir á vettfang.
Vel tókst til, þ.e.a.s. það tókst að bjarga öðrum bátnum og dæla úr honum en hinn báturinn sökk. Þeir sem að björguninni komu voru lögregla, slökkvilið, kafari, áhöfn b.s. Gunnars Friðrikssonar og Björgunarfélag Ísafjarðar.
Klukkan 18:22 var verki lokið og Björgunarfélagið og Gunnar F. afturkölluð.

This entry was posted in Útköll. Bookmark the permalink.

Comments are closed.