Útkall F2 gulur

Klukkan 16:13  Fimmtudaginn 11 ágúst  voru sveitir á svæði 7 þyrla lhg ,  3 leitarhundar  á svæði 6 og 7  og þar á meðal  var Björgunarfélag Ísafjarðar kallað út til leitar af villtum spánverja sem var lemstraður á ökkla og gat littlar upplýsingar gefið varðandi staðsetningu, sveitunum var annarsvegar komið fyrir í Hestfirði og hins vegar Skötufirði og var áhersla lögð á það svæði, en eftir tæplega 5 klst leit fannst maðurinn heill á húfi en lemstraður eins og áður kom fram og fann lítillega  til í ökkla  þegar var vitað hvar maðurinn væri niður kominn var vitað  að fjallabjörgunarbúnaður BFÍ væri með vorum við beðin um að  græja okkur undir svoleiðis stúss en 15 mínútum seinna var vitað að svo þyrfti ekki svo við biðum  bara á flatlendinu innst í  Skötufirði  tilbúin að aðstoða  við að bera börur ef þess þyrfti en  svo gat maðurinn gengið , hann var fluttur til Ísafjarðar og var þakklátur fyrir það en hann sagði sjálfur að hann væri einn af vitlausum ferðamönnum sem væru í umferð.

Mannskapur frá Björgunarfélaginu var kominn í hús upp úr 23:00 og var hinum sveitununm boðinn matur í Guðmundarbúð að útkalli loknu og voru allir þakklátir fyrir það og við sendum kvennadeildinni  þakkir fyrir að bregðast fljótt og vel við og þetta sýnir að samstarf deildanna inna félagsinns er gott og fer batnandi.

This entry was posted in Útköll. Bookmark the permalink.

Comments are closed.