Útkall F2-Gulur

Beiðni barst frá neyðarlínu  um kl 19:40 um að grenslast eftir neyðarblysi sem sást í skutulsfirði og var mikill viðbúnaður þegar svona sést og var  björgunarskipið Gunnar Friðriksson  mannað ásamt Jaka 7 sem fór með nýju hitamyndavélina  út á kirkjubólshlíð og grenslaðist fyrir um eitthvað sem gæti hugsanlega átt þátt í þessu neyðarblysi  en Gunnar fór út á djúp og leitaði skutulsfjörðinn en skyggni var mjög slæmt sökum snjókomu en við þræddum fjörðinn en án árangurs og afturkall barst um 21:20 og var þá tekin stefnan heim aftur en  eitthver hefur verið að skjóta upp sér til ánægju en ekki hugsað til þess að þetta gæti hugsanlega litið út eins og neyðarblys.

Við minnum fólk á að kaupa flugelda af björgunarsveitum landsins en þú getur alltaf treyst á okkur en það sannaði sig nú þessi jólin bæði hér og svo fyrir austan þar sem var aftakaveður á aðfangadag.

This entry was posted in Útköll. Bookmark the permalink.

Comments are closed.