Útkall F2 Gulur

Björgunarfélag Ísafjarðar hefur haft í nógu að snúast um liðna helgi enda mikið fannfergi á Ísafirði og nágrenni . Fyrsta útkall kom laust eftir hálf 7 á föstudagskvöld en þá barst beiðni frá lögreglu um mann sem keyrt hafði inn í snjóflóð. Björgunarsveitin Kofri komst ekki að honum svo ákveðið var að senda okkur ásamt Tindum í Hnífsdal. Búnaðurinn var gerður klár sleði, börur skóflur snjóflóðastangir og ýlar ásamt fleiru  en gert var ráð fyrir að aðgerðin gæti tekið tíma sökum légegst skyggni og snjóflóðahættu.  Lagt var af stað út á hlíð og keyrt áleiðis inn að Arnarneshamri og yfir lítið snjóflóð sem fallið hafði á Kirkjubólshlíð en sleðinn og Excursioninn hjá Tindum biðu við hamarsgatið meðan Unimoc fór að vegagerðarfarvegi 7 en þar var hinn umræddi bíll ásamt manninum en hann kom í Unimoc og svo var snúið heim á leið. Þessi aðgerð gekk mjög vel og sýndi hvað samvinna sveita er að verða öflugari og öflugari með hverju útkallinu. Eftir þetta var farið í hús og fenginn smá kaffisopi en svo fóru að koma aðstoðarbeiðnir um fasta bíla, vaktaskipti á sjúkrahúsi og fleira.Unimoc fór í ýmis verkefni á laugardag og sunnudag og gengu þau verkefni vel.

 

 

This entry was posted in Útköll. Bookmark the permalink.

Comments are closed.