Útkall Gulur bátur með í skrúfuni

Um kl. 18 í gær föstudag kom útkall gulu á Gunnar Friðriksson. 6 tonna línubátur hafði fengið í skrúfuna norðvestur af ritnum en engin hætta var á ferðum. Lagt var af stað úr höfn um kl. 18:30 þegar búið var að sækja smá nesti. Gunnar Friðriksson var kominn að bátnum um kl. 20 í gærkvöldi og var lagður af stað heim aftur með bátinn í togi um 15 mín síðar. Bátarnir lögðust svo að bryggju kl. 23:25 og kl. 23:45 var búið að ganga frá um borð í Gunnar Friðrikssyni.
This entry was posted in Útköll. Bookmark the permalink.

Comments are closed.