"Útkall í dag" o.fl.

Síðustu daga hefur mikið álag verið á mannskap Björgunarfélagsins. Haldin var flugeldasýning í gærkvöldi með pompi og pragt, í samstarfi við Bsv. Tinda. en ástæðan var afmæli tólistarskóans. Síðustu dagar og nætur hafa farið í skipulagningu og undurbúning hennar.
Óvænt flugeldasýning var haldin síðar um kvöldið úti í Arnardal vegna afmælisveislu Guðjóns Jóhannes Jónssonar (Jóa Belgs) í tilefni 50 ára afmælis hans.
Báðar sýningarnar gengu mjög vel og allt fór á réttan veg, eins og til var ættlast.
Menn og konur hittust síðan í Guðmundarbúð í dag til að ganga frá hólkum og öðru vegna sýninganna þega skyndilega var hringt og beðið um aðstoð við að sækja kindur út á sjó.
Hobbýbóndi hér í bæ stóð fyrir smölun þessa helgina og missti þrjár kindur í hafið um miðjan dag í dag. Mættu tveir vaskir menn á flaggskipi okkar, Svalbarða, og tókst þeim að ná kindunum aftur sem höfðu þá synt út á miðjan pollinn.
Björgunin gekk með betra móti, og má með sanni segja að Svalbarði stóð sig allra best í hans fyrstu björgun!
This entry was posted in Útköll. Bookmark the permalink.

14 Responses to "Útkall í dag" o.fl.

 1. Anonymous says:

  Gaman að lesa fréttir 😉 Endilega verið dugleg að segja frá starfinu, ég fylgist með í fjarska:-)

  Kveðja frá Noregi
  Ingibjörg Elín Magnúsdóttir

 2. Anonymous says:

  Gott að heyra, þá er þetta ekki alveg tilgangslaus skrif.
  Það er óhætt að kommenta undir fréttirnar!

 3. Anonymous says:

  hvar er hjálmurinn Guðni?

 4. Anonymous says:

  Hvernig var það?
  Er ekki svoleiðis bara notað á slöngubáta?
  Svalbarði er plastbátur!!!

 5. Anonymous says:

  Hjálmurinn er á góðum stað. Ég myndast betur án hans. Heh heh..

 6. Anonymous says:

  Hjálminn ásamt öðrum öryggis búnaði á að nota um borð í öllum bátum sama hversu stóri eða litlir þeir eru. Þetta gildir líka um Gunnar Friðriksson.

 7. Anonymous says:

  Hjálminn á haus og þú losnar við raus.

 8. Anonymous says:

  Svona án alls gríns þá fattaði ég þegar við settum Svalbarðaná flot við steiniðjuna að hjálmarnir urðu eftir og mér fannst ekki hægt að fara að snúa frá og sækja þá. Kindurnar tvær sem enn voru á lífi hefðu drukknað á þeim tíma sem hefði tekið að sækja hjálmana. Þannig að það var skárra að klára verkefnið hjálmlaus og ná þó 2 kindum af 3 á lífi. Endilega skrifa undir nafni með svona komment. Ekki fela sig á bak við nafnleysið.
  Kv. Guðni

 9. Anonymous says:

  Hvað er þetta eru þið blind sjáið þið ekki að hjálmurinn er fyrir aftan .

 10. Anonymous says:

  Já verið þið dugleg að skrifa inn á síðuna.
  Það eru efni lega fult af fólki að forvitnast hvað við erum að gera.
  Þröstur síðan er alveg frábær, ég hlakka alltaf til að sjá hvað þið eruð að gera.

 11. Anonymous says:

  Endilega höldum áfram okkar góða starfi. Ef við getum ekki verið best þá reynum við allavega að vera skemtilegust. 😉
  Já áfram með góða síðu Þröstur. Nú vantar bara að koma myndaalbúminu í lag.

 12. Þröstur Þórisson says:

  Hvað eru allir að kvarta?
  Að sjálfsögðu eru menn ALLTAF með hjálm úti á sjó, eins og sést á myndinni af Guðna!

 13. Anonymous says:

  Heh heh heh 🙂 🙂 🙂

 14. Anonymous says:

  Endilega kvittið undir þegar þið skrifið komment kv.guðjón s