Vel heppnuð árshátið

Síðasta laugardagskvöld, 15.mars, var haldin árshátíð Björgunarfélagsins sem var mjög vel sótt.
Það má með sanni segja að hún hafi heppnast mjög vel og allir skemmtu sér konunglega. Veislustjóri var Barði Önundarson og reitti hann af sér brandarana eins og hann er vanur og stjórnaði veislunni mjög vel með góðri aðstoð nokkurra félaga.

Borinn var fram góður matur sem strákarnir Við Pollinn matreiddu og fá þeir hrós fyrir.

Eftir góðan mat, skemmtilega leiki, fyndna brandara, myndasýningu og gott spjall, var kvöldið endað með góðri flugeldasýningu.

Þetta kvöld heppnaðist svo vel að það er engin spurning um að þetta verði haldið aftur að ári liðnu.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.