Verðmætabjörgun

Það fór nú aldrei svo að við fengjum ekki svo sem eins og eitt útkall á milli jóla og nýárs því að laugardaginn 29/12 kom útkall kl: 06:55. Flutningabíll fullur af freðnum fiski hafði farið útaf Ísafjarðarmegin á Kleifinni og var beðið um aðstoð við verðmætabjörgun. Ísfirðingar voru nú ekki lengi að bregðast við því og fóru 8 manns héðan. Gekk aðgerðin vel og engin slys urðu á mönnum í þetta skiptið. Komið var til baka um kl. 17 :00 og tók þá við vinna við að tæma fisk úr gámi og inn í hús. Aðgerðinni lauk svo um kl: 19:00

This entry was posted in Útköll. Bookmark the permalink.

3 Responses to Verðmætabjörgun

 1. Þröstur says:

  Merkilegt að allir hafi sloppoð við einhver slys

 2. Ísak P says:

  fór Grímur ekki með eða? 😀

 3. Þröstur says:

  Jú, jú, Grúmur kom með, ég veit bara ekki hvað kom fyrir hann, víst að hann slapp svona vel!
  Það var eitthvað bogið við þetta.