Vetrarveisla í Ísafjarðarbíói 4.febrúar 2009

Félagar í Íslenska Alpaklúbbnum á Ísafirði bjóða unnendum útivistar og vetraríþrótta á opið klúbbkvöld í Ísafjarðarbíói. Sýndar verða fjölbreyttar kvikmyndir sem sýna möguleika vetrarins frá ólíkum hliðum. Skíða-, bretta-, fjalla- og ferðafólk fær eitthvað við sitt hæfi og adrenalínfíklarnir verða ekki sviknir, nánar á www.isalp.is

Freyr Ingi Björnsson, formaður Ísalp, er kynnir kvöldsins.

Seljendur búnaðar og þjónustu sem tengist vetraríþróttum og -ferðum kynna nýjungar fyrir sýningu og í hléi. Skorað er á alla áhugasama að stíga skrefið upp úr sófanum og nýta þennan innblástur.

Húsið opnar kl 20:00
Sýningin byrjar kl 20:30
Dagskrá lýkur um kl 22:30
Aðgangseyrir er 500kr aðeins tekið við peningum!

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.