Viðburðarríkir dagar hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar

Það er óhætt að segja að undanfarnir dagar hafi verið viðburðarríkir en á föstudaginn s.l fóru tvö hundateymi Auður og Skíma og Skúli og Patton á vetrarnámskeið Björgunarhundasveitar Íslands sem haldið í nágrenni við Hólmavík.
Tveir félagar þau Brynjar Örn og Viktoría Kristín sátu Bifreiðastjórnunarnámskeið í Bolungarvík sem kennt var um helgina og síðan voru aðrir fimm sem unnu við fjáröflun fyrir Íslenska aðalverktaka en í því felst að fjarlægja víra sem standa út úr varnargarðinum og voru notaðir við gerð garðsins.

Það er því óhætt að segja að nóg sé að gera í þjálfun og vinnu hjá okkur þessa dagana, en nú fara páskarnir að láta sjá sig og við erum með fund annað kvöld þar sem við undirbúum okkur eftir bestu getu þ.e að stytta viðbragðstíma okkar enn frekar og setjum því sleðana á kerru og sjúkrabúnað í sleðabílinn okkar.

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.