Vinsamlegast athugið!

Nú þegar starf vetrarins fer að byrja hjá Björgunarfélaginu, kemur í ljós að ýmsan búnað vantar!
Félagar eru vinsamlegast beðnir um að athuga hvort eitthvað af eftirfarandi búnaði sé í þeirra höndum;

2 stk hjálmar (bláir fjallaklifur hjálmar)
3 stk VHF talstöðvar (Icom)
VHF talstöðvar nokkur stykki (aðrar gerðir)
Snjóflóðaýlar, nokkur stykki (gulu Pipes (nema um annað sé samið)
2 stk. Ísaxir (klifuraxir)
Ýmis verkfæri

Ef að félagar séu með þennan búnað eða annann sem tilheyrir Björgunarfélagi Ísafjarðar, eru þeir vinsamlegast beðnir um að skila honum sem fyrst.
Mikilvægt er að þessi búnaður sé til í húsi, ef þörf krefur. Þetta eru mikil verðmæti sem geta skipt miklu máli í ákveðnum verkefnum.

Einnig ef þið vitið um einhvern annað búnað sem vantar, sem ekki er talinn upp hér að ofan, látið þá vita (t.d. með því að kommenta undir fréttinni).

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.