Vorferð!

Mörg, mörg undanfarin ár hefur staðið “vorferð” á dagskrá Björgunarsveitarinnar. Nú loksins er undirbúningur hafinn á Vorferð BFÍ 2009.

Eins og er hafa nokkrar hugmyndir komið upp, um dagsetningar og hvert ætti að fara. Félagar ráða sjálfir hvort þeir vilji ganga á skíðum, fara á jeppum, sleðum eða annað. Hugmyndir eru uppi um að fara í Djúpuvík á ströndum, þaðan er síðan hægt að fara í styttri dagsferðir.

Við byðjum áhugasama félagsmenn um að kommenta hér að neðan með nafni og hvaða farartæki þeir kjósi sér að fara á og hvaða helgi henti best.
(Vinsamlegast takið tillit til snjóalaga þegar þið veljið dagsetningar).

Kv. Nefnd vorferðar BFÍ
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Vorferð!

 1. Anonymous says:

  Loksins. En verður farið í Vor-ferð í ár, verður þetta ekki eins og áður bara talað og ekki framkvæmt. En vonandi verður nú loksins farið. Hlakka til þess.
  Kv Sigrún

 2. Anonymous says:

  Ég mæti hvenar sem ferðin er, og verð á sleða Davíð

 3. Anonymous says:

  Hörður og Jóna hafa áhuga og kæmu þá með fjallaskíði og 2 björgunarhunda.

  Það fer eftir dagsetningunni og fyrirvaranum hvort við komumst með en við viljum samt ekki stinga sjálf upp á dagsetningu þar sem við þurfum sennilega alltaf að hliðra til til að komast með.

  Kveðja
  Hörður og Jóna

 4. Anonymous says:

  Góð spurning með dagsetninguna? Er ekki nóg að gera framundan hjá flestum? Verður orðið of seint að fara helgina 8.-10. maí, eða hvenær var planað að hafa árshátíðina?
  Ég er allavegana alveg til í að koma og verð á sleða.

  Kv. Þröstur Þó.