Vorferðin

Nú hefur verið ákveðið að halda vorferðina dagana 30. apríl til 3. maí. Skipulagning er enn í fullum gangi, en til stendur að fara í Djúpuvík á Ströndum, á einhvern hátt, og halda til þar. Þaðan er síðan hægt að fara í dagsferðið á skíðum, jeppum, sleðum eða annað sem fólki dettur í hug.
Næstkomandi mánudagskvöld kl. 20 verður fundur vegna ferðarinnar og allir hvattir til þess mæta og kynna sér málið.

Kveðjur
Vorferðarnefndin

Myndin var tekin fyrir ofan Flateyri um páskana 2009

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Vorferðin

 1. Anonymous says:

  Sælir félagar vildi bara setja smá lista yfir fatnað sem er gott að muna eftir í svona ferðir og mjög að fara yfir svo ekkert gleymist heima
  Kv Óli K
  Góður undirfatnaður er það fyrsta sem þarf að hugsa um.
  Ullar nærföt eða góð Merano ull..
  Byrja með Boxer brókina, ekki gleyma henni, mikilvægt að ekki blotna á rassinum.
  Síðan síðbuxur og síðermapeysu.
  Hlýir ullarsokkar og að skórnir séu ekki of litlir, miðað við ullarsokka 1 eða 2 pör.
  Hengslabuxur er gott, mittisbuxur ok, aðalmálið að buxurnar séu vind og vatnsheldar,
  og með límda sauma, sem ekki leka. Snjólás niður við skóna, góður kostur líka.
  Með stærðina, miða við að td flísfatnað + nærfötin, séu þægileg undir.
  Sleðajakkinn fóðraður fyrir lengri ferðir eða ófóðraður fyrir styttri ferðir,
  aðalmálið að hann sé vind og vatnsheldur, gagnvart íslensku blautu hretkuldaskítaveðri !
  1° – 4° hiti, hvassviðri og slydda, er hættulegra veður en 25°kuldi og snjókoma.
  Hanskar , extra hlýjir eða lúffur er alltaf gott að hafa með sem auka hanska.
  Þú getur notað hálfþykka hanska ( vinsælt núna ) og hita í handföngum,, en
  gott að hafa stórar lúffur sem þú getur sett utan um hina hanskana ef veðrið versnar.
  ATH. Góð þykk íslensk ullarpeysa er gott að hafa með í töskunni á sleðanum.

  Munið að í lengri ferðir er gott að hafa heilt ullarnærfatasett til skiptana.